Innlent

Íbúðaverð hækkar enn

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent. Þá er því spáð að íbúðaverð haldi áfram að hækka fram á næsta ár, þrátt fyrir að nýbyggingum sé að fjölga og framboð að aukast. "Íbúðaverð hefur hækkað um tæp 40% á sama tíma og byggingarkostnaður hefur hækkað um tæp 4%. Hagur byggingaraðila hefur því vænkast umtalsvert á skömmum tíma sem kallar á aukið framboð," segir Ingvar Arnarson sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. "Framboð af íbúðum er vaxandi um þessar mundir en það er fremur hæpið að það leiði til mikillar lækkunar á íbúðaverði. Þvert á móti teljum við að íbúðaverð muni áfram hækka fram á næsta ár. Þá gæti tekið við stöðnun og lækkun að raunvirði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×