Innlent

Fundarboð í Garðasókn

Sóknarnefndar Garðasóknar hefur samþykkt einróma að boða til aðalsafnaðarfundar Garðasóknar þriðjudaginn 30. ágúst í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Sóknarnefndin fundaði í gærkvöldi, en í tilkynningu kemur fram að lokið sé erfiðu deilumáli innan sóknarinnar. Lýstu sóknarnefndarmenn því yfir að nauðsynlegt væri að menn "tækju höndum saman um að byggja upp öflugt safnaðarstarf." Sóknarnefndin hvetur Garðbæinga til að sækja aðalsafnaðarfundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×