Innlent

Með alvæpni í Hafnarfirði

Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig. Ræddu lögreglumenn stuttlega við víkingana og héldu þeir æfingum sínum og vopnaburði áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×