Innlent

Hesthúsabyggð stendur áfram

Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð 2 greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. Á fundi sem félagsmenn Gusts héldu í gærkvöldi var mikil samstaða um að hafna öllum slíkum tilboðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×