Innlent

Hjálparforrit á vefsíðu Strætó

Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni www.bus.is. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt. Ráðgjafinn blasir við notendum þegar slóðin að vefsíðu Strætó bs. hefur verið slegin inn. Notandinn skráir inn brottfarar- og áfangastað í viðeigandi reiti, nákvæm heimilisföng eða brottfarar- og áfangastaði úr vallista. Þá er sleginn inn ákjósanlegur komutími á áfangastað og hvaða dag vikunnar á að ferðast. Þegar smellt er á hnappinn „Finna leiðir“ birtist leitarniðurstaða með allt að fjórum tillögum að ferðatilhögun. Besti kosturinn er efst. Með hverri tillögu eru krækjur þar sem skoða má kort og sjá strætóleiðirnar nánar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×