Innlent

Nauðlending í Mosfellsdal

Tveggja sæta eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 nauðlenti á veginum við Laxnes í Mosfelsdal kl. 11:57 í morgun. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki og gekk lendingin vel. Flugvélin fór frá Reykjavík kl. 08:27 í morgun og flaug þaðan á Hellu. Flugmaðurinn áætlaði að verða aftur í Reykjavík kl. 11:42. Þegar hann var yfir Mosfellsdal á leið til Reykjavíkur, sendi flugmaðurinn út neyðarkall og sagði að hreyfill flugvélarinnar hefði misst afl. Skömmu síðar, eða kl. 11:57,tilkynnti flugmaðurinn að hann væri lentur á veginum við Laxness. Rannsóknarnefnd flugslysa var tilkynnt um atvikið og sér hún um rannsókn málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×