Innlent

Gjaldþrotakröfur á ungmenni

Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna. Það hefur talsvert verið um að fólk komi til ráðgjafastofu heimilanna með himinháa símareikninga, sem það sér ekki framúr að geta borgað. Elna Sigrún Sigurðardóttir, hjá Ráðgjafastofunni segir að oft sé það fólk sem hafi verið í einhverri óreglu og sé að reyna að ná tökum á lífi sínu á nýjan leik. Þá gerist það einnig að ungt fólk lendir í vanskilum með símareikninga og fær á sig aðfararbeiðnir frá sýslumanninum í Reykjavík, enda hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma, með tilkomu farsíma og nettenginga. Sigrún ráðleggur foreldrum að fylgjast vel með eyðslunni hjá börnum sínum, setjast niður með þeim og fræða þau um fjármál. Einnig telur hún mikilvægt að fræðsla um fjármál yrði kennd í lífsleiknitímum í skólunum. Hún ráðlagði auk þess foreldrum að láta börn sín vera með frelsi í staðinn fyrir hefðbundna áskrift. Það auðveldaði þeim að fylgjast með símakosnaðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×