Innlent

Sindraberg gjaldþrota

Stjórn Sushi-verksmiðjunnar Sindrabergs á Ísafirði hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Um 20 manns missa vinnuna við gjaldþrot fyrirtækisins. Sindraberg var stofnað árið 1999 og hóf framleiðslu á Sushi réttum og hóf sölu á þeim innanlands. Þegar mest var störfuðu um þrjátíu manns hjá fyrirtækinu. Heildarskuldir Sindrabergs nema um eitt hundrað milljónum króna. Elías Jónatansson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir helstu ástæðu gjaldþrotsins vera óhagstætt gengi krónunnar. Árið 2000 hóf fyrirtækið útflutning á Sushi réttum, meðal annars til Bretlands og Þýskalands, en sá markaður hefur verið sá mikilvægasti fyrir fyrirtækið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×