Innlent

Gustshúsin standa næstu áratugi

Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins. Eins og Stöð greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu. Hestamönnum voru boðnar um 80 þúsund krónur fyrir fermetrann í gömlum húsum, en eitt hundrað þúsund krónur fyrir fermetrann í nýjum húsum. Samstaða var um það meðal félagsmanna að selja ekki húsin og hafna öllum kauptilboðum. Gunnar I Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði að samningur hafi verið gerður árið 1988 til fimmtíu ára að Gusutur fengi að vera þarana. Ekki stendur til að breyta þeim samningi og í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir hesthúsabyggð og hann sagði að svo myndi vera áfram á meðan núverandi bæjarstjórn situr. Hann sagði að í framtíðaráætlunum væri ekki gert ráð fyrir öðru en hesthúsabyggð á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×