Innlent

Berjaspretta með besta móti

Berjaspretta á Vestfjörðum er nú með besta móti. Vanur berjatínslumaður hefur aldrei séð eins mikið af aðalbláberjum á svæðinu. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði hefur farið til berja á hverju sumri síðustu 35 ár. Hann segir berin í ár vera einstaklega góð og að það sé mikið af þeim. Hans berjasvæði eru helst á Vestfjörðum og hann segir sprettuna þar vera ljómandi góða og þá sérstaklega á bláberjunum. Hann sagði líka berin spretta fyrr núna þar sem hlýtt hefði verið í veðri. Hann benti líka á að aðalbláberin væru frekar sein til núna. Hann sagði ekkert svæði betra en annað því það væru bláber alls staðar og frekar þá í börðum og lautum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×