Innlent

Gott bláberjaár

Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann. "Ég man ekki eftir öðru eins bláberjasumri og nú. Einnig er nóg af krækiberjum. Það á líka við um aðalbláberin en þau þroskast óvenju seint," segir Ingólfur. Fregnir eru af góðri berjasprettu víðar en á Vestfjörðum meðal annars sums staðar á Norðurlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×