Innlent

Spáir mildum vetri

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið. Síðasti skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er nú horfinn, en að þessu sinni hvarf hann frekar seint eða upp úr miðjum ágústmánuði. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, hefur lengi fylgst grannt með Esjunni, og hefur gjarnan notað snjóinn í Gunnlaugsskarði til viðmiðunar þegar hann spáir í veðurfarið. Hann sagði Esjuna vera eins konar hitamæli eða langtímahitamæli og sagði að þegar snjórinn hverfur úr Esjunni að sunnanverðu þá er hitinn yfir vissu marki og þegar hann hverfur ekki þá er kaldara heldur en á hlýskeiði. Páll telur að snjóleysið í Esjunni í ár kunni að segja ýmislegt um veðurfarið í vetur. Hann segir það vera í samræmi við hitastigið sem er í góðu meðallagi og lítill hafís. Það boðar oftast að veturinn verði í mildara lagi þó geta verið sveiflur í báðar áttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×