Innlent

Milljónir plantna gróðursettar

"Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gróðursetti fimmtán milljónustu trjáplöntuna í gær við hátíðlega athöfn. "Okkur þótti rétt að efna til fagnaðar enda eru skógarnir orðnir mjög áberandi í náttúru landsins og eru einnig farnir að gegna mikilvægu hlutverki í útivistarlífi landsins," segir Brynjólfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×