Innlent

Ofvirk börn bíða lengur

"Ég þarf að grípa til þess að fara fyrr heim úr vinnunni á daginn af því að þá getur enginn séð um drenginn minn," segir Vilma Kristín Guðjónsdóttir, einstæð móðir sex ára drengs sem ekki hefur komist að á frístundaheimili við grunnskóla hans í Grafarvogi. Sonur Vilmu Kristínar er ofvirkur og með athyglisbrest og umtalsverð þroskafrávik. Hann þarf því á stuðningsfulltrúa að halda, en ekki hefur tekist að ráða í þær stöður vegna manneklu. "Ég sótti um mjög snemma þar sem mér var sagt að þeir sem fyrstir sæktu um kæmust fyrstir að," segir Vilma, sem er ósátt við að börn sem sótt hafi um síðar og ekki þurfi á stuðningsfulltrúa að halda hafi komist að á undan syni hennar. Þá kveðst hún engin svör hafa fengið um það hvenær búast megi við að sonur hennar komist að á frístundaheimilinu. "Við höfum ekki fengið starfsfólk sem tekur að sér stuðningsbörn og þess vegna höfum við boðið öðrum börnum pláss á undan," segir Dagný Edda Þórisdóttir, umsjónarmaður frístundaheimilis Rimaskóla. "Við vonumst þó til þess að úr fari að rætast og okkur takist að ráða í þessar stöður í vikunni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×