Hjarðmennska úti á miðjum firði 23. ágúst 2005 00:01 "Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu og þannig hændur að þeim svæðum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. "Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, allsstaðar annarsstaðar hefur þorskurinn étið alla innfjarðarrækjuna," segir Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og verkefnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapokum og eru þrjú til fjögur hundruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á. Einnig er tæplega sex kílómetra löng lína með loðnu hangandi á í litlum pokum lögð yfir þveran fjörðinn svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæði fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjum. Tvö markmið eru með þessari rannsókn því fyrir utan það að halda þorskinum frá rækjunni vilja rannsakendur sjá hvort hægt sé að mynda einskonar þorskahjarðir og enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk. Þegar honum yrði svo komið í ákjósanlega stærð og holdarfar yrði hann svo veiddur. Þar sem hann er afar gjæfur í þessum hjörðum er vandinn hægur að moka honum upp. "Nú þegar er þorskurinn farinn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er á sjó," segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækjustofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlaðan árangur. Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
"Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu og þannig hændur að þeim svæðum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. "Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofninn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, allsstaðar annarsstaðar hefur þorskurinn étið alla innfjarðarrækjuna," segir Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni og verkefnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapokum og eru þrjú til fjögur hundruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á. Einnig er tæplega sex kílómetra löng lína með loðnu hangandi á í litlum pokum lögð yfir þveran fjörðinn svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæði fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjum. Tvö markmið eru með þessari rannsókn því fyrir utan það að halda þorskinum frá rækjunni vilja rannsakendur sjá hvort hægt sé að mynda einskonar þorskahjarðir og enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk. Þegar honum yrði svo komið í ákjósanlega stærð og holdarfar yrði hann svo veiddur. Þar sem hann er afar gjæfur í þessum hjörðum er vandinn hægur að moka honum upp. "Nú þegar er þorskurinn farinn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er á sjó," segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækjustofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlaðan árangur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira