Innlent

Blokkin seld á tíu milljónir

Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. Í blokkinni eru ellefu íbúðir svo kaupverðið samsvarar því að hver íbúð hafi selst á rúmar 900 þúsund krónur. Jón hefur fengið 70 milljóna króna framkvæmdalán frá Verðbréfastofunni til að vinna að endurbótum á blokkinni en það var sett sem skilyrði fyrir kaupunum. Hafist verður handa við endurbæturnar í lok mánaðarins og segir Jón að um næstu páska verði íbúðirnar tilbúnar til útleigu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×