Innlent

Lögreglan kannar lögmæti söfnunar

Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík, sem fékk málið inn á borð til sín í gær, liggur ekki ljóst fyrir hvort leyfi er fyrir umræddri söfnun. Lögreglan segir að einn forsvarsmanna söfnunarinnar hafi sagst hafa sent lögreglunni bréf. Hins vegar hafi það verið sent á lögreglumann sem sé hættur störfum. Forsvarsmaðurinn hefur verið boðaðir á fund lögreglunnar í dag. Í lögum um fjársafnanir segir að leggja eigi söfnunarfé inn á banka- eða gíróreikning sem stofnaður sé sérstaklega fyrir söfnuna. Að sögn lögreglu er ekki vitað hvort þessu hafi verið fylgt eftir né hvort reikningshaldið hafi verið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda líkt og lög kveði á um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×