Erlent

Gerir lítið úr orðum Robertsons

Bandaríkjastjórn gerði í gærkvöld lítið úr ummælum sjónvarpsprédikarans Pats Robertsons sem hvatt hefur til að Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði drepinn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði ummæli Robertsons hafa verið óviðeigandi en hann væri óháður einstaklingur og skoðanir hans endurspegluðu ekki stefnu Bandaríkjanna. Robertson er fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem styður Bush af heilum hug. Stjórnvöld í Venesúela segjast nú óttast um öryggi Chavez þegar hann ferðast til Bandaríkjanna og hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að tryggja öryggi hans þegar hann sækir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×