Innlent

Stóriðja nýti 80% af raforku 2009

Raforkunotkun til stóriðju á næstu árum mun aukast um 7.300 gígavattsstundir og vera um 80 prósent af allri raforkunotkun á landinu árið 2009. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar en slík spá var síðast gefin út árið 1997. Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undaförnum árum en þó hefur notkunin allra síðustu ár aukist heldur hraðar en ráð var fyrir gert enda hefur hagvöxtur verið mun meiri en búist var við í síðustu spá. Almenn heimilisnotkun utan rafhitunar hefur vaxið hraðar en ráð var fyrir gert en á síðasta áratug og hefur hún aukist úr 3,5 megavattsstundum á heimili í 4,4.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×