Innlent

RÚV fari ekki af auglýsingamarkaði

Samband íslenskra auglýsenda er andsnúið þeirri hugmynd að RÚV hvefi af auglýsingamarkaði. Bendir sambandið á að Ríkisútvarpið og sjónvarpið séu öflugir miðlar sem höfða til stór hóps neytenda. Því sé hugmyndin andstæð hagsmunum bæði auglýsenda og neytenda. Í fréttatilkynningu frá sambandinu segir enn frekar að í nútímaupplýsingaþjóðfélagi ætti það að vera réttur og skylda hvers fjölmiðils að eiga kost á að birta auglýsingar óháð því hver eignasamsetningin er. Þó vill sambandið ekki taka afstöðu til þess hvort rétt eða rangt sé að hið opinbera standi í rekstri fjölmiðla sem reknir eru fyrir auglýsingafé heldur vill það benda á að ef RÚV hverfi af auglýsingamarkaði muni meðal annars aðgangur almennings að nauðsynlegum upplýsingum verða mun takmarkaðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×