Innlent

Fundu nýja áhættuþætti vegna teppu

Nýir áhættuþættir hafa fundist fyrir langvinnri lungnateppu í samnorrænni rannsókn sem tveir íslenskir læknar á Landsspítalanum fóru fyrir. Sjúkdómurinn fer vaxandi um allan heim og eru Norðurlöndin þar engin undanteknig. Algengt er að sjúklingar með langvinna lungnateppu þurfi endurtekið að leggjast á sjúkrahús. Þetta leiðir til óþæginda fyrir sjúklinginn, mikils álags á sjúkrahús og kostnaðar fyrir samfélagið. Vegna þessa hefur verið reynt að greina áhættuþætti fyrir endurteknum sjúkrahúsinnlögnum. Rannsóknin leiddi í ljós nýja áhættuþætti og vekur sérstaklega athygli að kvíði og lök lífsgæði hafa áhrif á endurinnlagnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×