Erlent

Reka öfgamenn úr landi

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað. Clarke skýrði ástæður sem geta legið að baki því að reka menn úr landi og nefndi meðal annars réttlætingu hryðjuverka og hvatningu til slíkra verka eða atferli sem leitt gæti til hefndarárása. Clarke bætti því við að leikreglurnar hefðu breyst eftir árásirnar 7. júlí þar sem 52 biðu bana, og að eini kosturinn í stöðunni væri að reka erlent fólk tafarlaust úr landi ef upp kæmi grunur um að það hefði hvatt til hermdarverka eða hefði slíkt í hyggju. Hann sagði að líklegast yrðu fyrstu brottvísanirnar nú á allra næstu dögum. "Einstaklingar sem reyna að skapa ótta, vantraust og sundrungu til að hvetja til hryðjuverka verða ekki liðnir af ríkisstjórninni eða samfélaginu," sagði Clarke.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×