Innlent

Þurfa að eyða gögnum

"Það er nærtæk ályktun að það þurfi að eyða ákveðnum upplýsingum fyrir gildistöku laganna," segir Þórður Sveinsson, lögfræðingur Persónuverndar, vegna banns í nýjum vátryggingalögum við að spyrja út í arfgenga sjúkdóma í beiðnum um líf- og sjúkdómatryggingar. Vátryggingalögin taka gildi 1. janúar, en þau munu ná bæði til nýrra trygginga, sem og þeirra trygginga sem eru í gildi á þeim degi. Verða lögin því afturvirk að því leyti. Í beiðnum um líf- og sjúkdómatryggingar er óskað eftir upplýsingum um hvort foreldrar og systkini þjáist af arfgengum sjúkdómum. Þau tryggingafélög sem hafa óskað eftir slíkum upplýsingum gætu því þurft að eyða þeim gögnum sem þau hafa um arfgenga sjúkdóma einstaklinga um áramót, þegar lögin taka gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×