Erlent

Fjölga hermönnum í Írak

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að fjölga enn í herliði sínu í Írak. Fimmtán hundruð bandarískir hermenn til viðbótar verða sendir til Írak áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá landsins verður haldin. Þegar eru 138 þúsund bandarískir hermenn í Írak, en þar sem óttast er að stjórnarskráin valdi enn frekari ólgu þótti réttast að bæta enn í hópinn. Írakska þingið hefur gefið samninganefnd um stjórnarskrána frest fram á kvöld til að ná sáttum um hana. Afar ólíklegt er talið að fulltrúar súnníta sætti sig við það sem verður lagt á borðin og því hætt við að uppreisnarmönnum úr þeirra röðum vaxi fiskur um hrygg á næstu dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×