Ofbeldisverkum í miðborg fækkar 25. ágúst 2005 00:01 Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á dreifingu ofbeldisbrota á svæði 101 í Reykjavík sem kynnt var í dag. Þar kemur fram að árið 2000 voru um 62 prósent ofbeldisbrota framin í miðborginni en árið 2004 var hlutfallið komið niður í um 38 prósent, voru 181. Bogi Ragnarsson sem gerði rannsóknina fyrir embætti Lögreglustjórans í Reykjavík telur að lengdur opnunartími veitingastaða sem tekinn var upp árið 2001 hafi haft sitt að segja. Á tímabilinu dró úr tíðni afbrota hjá fólki yngri en átján ára og telur Bogi að þegar almenningsvagnar hættu að ganga á næturna hafi dregið úr fjölda þess aldurshóps í miðbænum og brotun í kjölfarið. Þótt efni úr öryggismyndavélum hafi einungis verið notað til að upplýsa fimm ofbeldisbrot á síðasta ári telur Bogi að vélarnar hafi sitt að segja. Þær hafi ákveðið forvarnagildi. Spurður hvort dregin hafi verið upp dökk mynd af miðbænum af ósekju segir Bogi að ofbeldisbrot hafi verið framin þar og þau hafi verið birt bæði árið 2000 og 2004. Hann telji sjálfur að fjölmiðlar nærist frekar á neikvæðum fréttum en jákvæðum þannig að þetta sé ekki óeðlilegt miðað við hvað neytandinn vill sjá. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna í skýrslunni, eins og þær að 89 prósent gerenda eða þolenda voru ölvaðir. Í 92 prósentum tilfellanna voru það karlmenn sem frömdu ofbeldisverk í miðborginni og 82 prósent þolenda voru einnig karlar. Þá fjölgar brotunum þegar nýtt kreditkortatímabil gengur í garð og tilefnið er af ýmsum toga, 17 prósent tilfellanna verða í kjölfar orðaskaks, fjórtán prósent í kjölfar þess að fólki var vísað út af skemmtistað, þrettán prósent vegna skuldar og í ellefu prósentum tilfellanna voru brotin framin vegna stúlku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira