Innlent

Hraðakstur við grunnskóla

Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða. Sá má búast við 30.000 króna sekt, sviptingu ökuréttinda og fjórum punktum í ökuferilsskrá.  Lögregla minnir einig að að börn yngri en 15 ára eigi að vera með hjálm á hjóli, en afskipti voru höfð af þremur hjálmlausum börnum. Þá fóru tveir ökumenn of hratt á Garðskagavegi og Grindavíkurvegi, báðir á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkhraði er 90.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×