Innlent

Vill hjálp tryggingafélaganna

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir stöðuga "rassíu" í gangi hjá lögreglu við að klippa númer af óvátryggðum ökutækjum. Sökum umfangs segir hann lögreglu þó gjarnan vilja sjá breytingar á vinnulagi við starfann. "Til dæmis hvort tryggingafélögin gætu ekki komið meira nálægt þessu með starfsfólk til að leita uppi þessi ökutæki og fengju þá kannski heimild til að taka af þeim númerin. Það er alveg ljóst að þetta er óskaplega mikil vinna, sérstaklega við leit að ökutækjunum," segir hann, en á hverjum tíma eru um 1.100 ökutæki án lögboðinna trygginga í Reykjavík einni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×