Nema land á fíkniefnamarkaði hér 28. ágúst 2005 00:01 Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira