Innlent

Hafi ekki skemmt þak Stjórnarráðs

Mennirnir tveir sem klifruðu upp á Stjórnarráðsbygginguna síðastliðinn föstudag til að mótamæla álversframkvæmdunum í Reyðarfirði segja að það hafi aldrei verið ásetningur þeirra að vanvirða minningu Guðmundar Benediktssonar sem flaggað hafði verið fyrir í hálfa stöng fyrr um daginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem mennirnir hafa sent frá sér. Þeir vísa því á bug að hafa valdið skemmdum á byggingunni og benda á að þak hússins sé í hörmulegu ástandi. Þeir segjast ekki hafa skemmt fánastögnina, eins og greint hefur verið frá, en segjast reiðubúnir að borga fyrir nýja fánasnúru sem eyðilagðist í atganginum. Mennirnir segjast að lokum ekki tilheyra skipulögðum hópi mótmælenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×