Verðbólga þurrkar út launahækkun 13. september 2005 00:01 Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Sjá meira
Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Sjá meira