Innlent

Segir gott að fá efnislegan dóm

Hannes Hómsteinn Gissurarson háskólaprófessor segist ekkert hafa við úrskurð Hæstaréttar í máli Auðar Laxenss á hendur honum að athuga og segir gott að fá efnilegan dóm í málinu. Hæstirrétur felldi í gær úr gildi frávísun héraðsdóms á málinu, en Auður stefndi Hannesi fyrir meintan ritstuld úr verkum Halldórs Laxness í bók hans Halldór. Hannes segist ekki hafa lesið dóm Hæstaréttar heldur hafi lögfræðingur hans tjáð honum niðurstöðuna en hann sé sannfærður um að hann verði sýknaður í héraði. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs, fagnar einnig niðurstöðu Hæstaréttar og segir hann sýna að Ísland sé réttarríki. Málið gangi núna eðlilega fyrir sig og mikilvægt sé að það sé til lykta leitt þar sem það sé prófsteinn á það hvort stela megi úr verkmum listamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×