Cold Winter 22. september 2005 00:01 Cold Winter er nýr fyrstu persónu skotleikur frá óþekktu fyrirtæki sem heitir Swordfish Studios. Hér fer maður í hlutverk Breska hörkutólsins Andrew Sterling sem vann áður fyrir MI6. Agent Sterling (og þá er ég ekki að tala um Jodie Foster úr Silence of the Lambs) er tekinn höndum af kínverjum þegar leikurinn byrjar og þarf að þola pyntingar þar í marga mánuði þangað til honum er bjargað af vinkonu sinni Kim. Hún lætur hann fá vopn og fyrsta verkefnið er einfaldlega að sprengja sér leið út úr fangelsinu. Seinna í leiknum koma svo fleiri persónur inn í þetta og söguþráðurinn flækist. Söguþráðurinn í Cold Winter er mjög góður miðað við þessa tegund leikja og á hann hrós skilið fyrir það. Cold Winter er frekar hefbundin skotleikur sem er kannski ekki að bjóða upp á margt nýtt. Verkefnin eru yfirleitt sáraeinföld. Þú gengur frá Punkti A til Punktar B (sem er mjög auðvelt og þægilegt þar sem maður sér alltaf í hvaða átt á að fara og hversu margir metrar eru í staðinn) og sprengir eða skýtur alla sem eru það óheppnir að vera fyrir. Það eru nokkur aukaverkefni sem hægt er að gera til að fá betri einkunn fyrir árangur sinn. Leikurinn er ansi ofbeldisfullur. Ef þú skýtur t.d. einhvern með haglabyssu i hausinn eða fótinn fer hann af svipað og í Soldier of Fortune, þetta eykur skemmtanagildið mikið. Það er nóg af vopnum í leiknum en það er aðeins hægt að halda á tveimum í einu, sem virðist vera orðið ansi vinsælt í FPS nú á dögum. Cold Winter er með nokkra sniðuga fítusa sem ég hef ekki séð í öðrum leikjum eins og t.d. það að maður getur tekið flesta hluti og notað þá sem skjól. Hægt er að taka borð og velta því til að fela sig bak við það. Svo er hægt að taka litla hluti upp og henda þeim, sem er reyndar frekar klunnalega gert að mínu mati. Svo er hægt að sprengja allt sem er rautt hvort sem það eru tunnur eða slökkvitæki eins og nauðsynlegt er í fyrstu persónu skotleikjum. Eins og ég sagði áður er þetta allt frekar heilalaust og það er ekki mikil fjölbreytni í þessari spilun. Þó hún sé oft á köflum mjög skemmtileg verður hún fljótt þreytt. Grafíkin í Cold Winter er alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. Persónurnar eru frekar einfaldar í útliti og lítið af smáatriðum í andlitinu á þeim. Það er samt mjög vel gert hvernig óvinirnir tætast allir í sundur þegar maður skýtur þá og blóðið er flott. Umhverfið er allt í lagi, það er gott að það sé "interactive" ekki bara einhver frosin mynd eins og svo oft í svona leikjum. Hljóðið fer aðeins í taugarnar á mér því það fór stundum í rugl þegar mestu sprengingarnar og djöfulgangurinn var í gangi og tónlistin var alltof ófjölbreytt. Niðurstaða: Fyrir blóðþyrsta FPS fíkla er Cold Winter ágætis kostur, en það er samt ekki mikið sem hann bíður upp sem aðrir leikir hafa ekki og því enginn tilgangur í að eyða tímanum sínum í svona miðjumoð. Leikjavísir Svavar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Cold Winter er nýr fyrstu persónu skotleikur frá óþekktu fyrirtæki sem heitir Swordfish Studios. Hér fer maður í hlutverk Breska hörkutólsins Andrew Sterling sem vann áður fyrir MI6. Agent Sterling (og þá er ég ekki að tala um Jodie Foster úr Silence of the Lambs) er tekinn höndum af kínverjum þegar leikurinn byrjar og þarf að þola pyntingar þar í marga mánuði þangað til honum er bjargað af vinkonu sinni Kim. Hún lætur hann fá vopn og fyrsta verkefnið er einfaldlega að sprengja sér leið út úr fangelsinu. Seinna í leiknum koma svo fleiri persónur inn í þetta og söguþráðurinn flækist. Söguþráðurinn í Cold Winter er mjög góður miðað við þessa tegund leikja og á hann hrós skilið fyrir það. Cold Winter er frekar hefbundin skotleikur sem er kannski ekki að bjóða upp á margt nýtt. Verkefnin eru yfirleitt sáraeinföld. Þú gengur frá Punkti A til Punktar B (sem er mjög auðvelt og þægilegt þar sem maður sér alltaf í hvaða átt á að fara og hversu margir metrar eru í staðinn) og sprengir eða skýtur alla sem eru það óheppnir að vera fyrir. Það eru nokkur aukaverkefni sem hægt er að gera til að fá betri einkunn fyrir árangur sinn. Leikurinn er ansi ofbeldisfullur. Ef þú skýtur t.d. einhvern með haglabyssu i hausinn eða fótinn fer hann af svipað og í Soldier of Fortune, þetta eykur skemmtanagildið mikið. Það er nóg af vopnum í leiknum en það er aðeins hægt að halda á tveimum í einu, sem virðist vera orðið ansi vinsælt í FPS nú á dögum. Cold Winter er með nokkra sniðuga fítusa sem ég hef ekki séð í öðrum leikjum eins og t.d. það að maður getur tekið flesta hluti og notað þá sem skjól. Hægt er að taka borð og velta því til að fela sig bak við það. Svo er hægt að taka litla hluti upp og henda þeim, sem er reyndar frekar klunnalega gert að mínu mati. Svo er hægt að sprengja allt sem er rautt hvort sem það eru tunnur eða slökkvitæki eins og nauðsynlegt er í fyrstu persónu skotleikjum. Eins og ég sagði áður er þetta allt frekar heilalaust og það er ekki mikil fjölbreytni í þessari spilun. Þó hún sé oft á köflum mjög skemmtileg verður hún fljótt þreytt. Grafíkin í Cold Winter er alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. Persónurnar eru frekar einfaldar í útliti og lítið af smáatriðum í andlitinu á þeim. Það er samt mjög vel gert hvernig óvinirnir tætast allir í sundur þegar maður skýtur þá og blóðið er flott. Umhverfið er allt í lagi, það er gott að það sé "interactive" ekki bara einhver frosin mynd eins og svo oft í svona leikjum. Hljóðið fer aðeins í taugarnar á mér því það fór stundum í rugl þegar mestu sprengingarnar og djöfulgangurinn var í gangi og tónlistin var alltof ófjölbreytt. Niðurstaða: Fyrir blóðþyrsta FPS fíkla er Cold Winter ágætis kostur, en það er samt ekki mikið sem hann bíður upp sem aðrir leikir hafa ekki og því enginn tilgangur í að eyða tímanum sínum í svona miðjumoð.
Leikjavísir Svavar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira