Viðskipti innlent

50 ára skuldabréf í fyrsta skipti

Verðtryggð skuldabréf til 50 ára voru í fyrsta skipti í sögunni gefin út í gær. Það var breska ríkið sem gaf þau út en ávöxtunarkrafan var aðeins 1,11% sem er sú lægsta sem gerð hefur verið á verðtryggðum bréfum frá upphafi, að því greinir frá í Hálffimm fréttum KB banka. Mikil eftirspurn var eftir bréfunum sem gefin voru út fyrir um 1,25 milljónir punda. Aukin eftirspurn er eftir langtímaeignum frá tryggingarfélögum og lífeyrissjóðum sem eru undir þrýstingi um að mæta sífellt vaxandi langtíma skuldbindingum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×