Innlent

2 milljarða afgangur á ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Tekjur ársins í fyrra urðu 302 milljarður króna en það er 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 33,8% árið á undan. Tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu eru um 131 milljarður króna eða nær helmingur heildartekna og aukast um 17,1%. Skattar á einstaklinga, fyrirtæki og fjármagnstekjur eru 102 milljarðar og aukast um 15,6%. Mest verður aukning skatta á fjármagnstekjur milli ára en hún var 49,2% Frétt á vefsíðu Fjármálaráðuneytisins. http://fjr.stjr.is/media/frettir/RikisreikningurA_hluti2004.xls http://fjr.stjr.is/media/frettir/Efnahagsreikningur2004.xls



Fleiri fréttir

Sjá meira


×