Skagamenn ræða við Þórð
Skagamenn eiga í viðræðum við Þórð Guðjónsson um að hann gangi á ný til liðs við félagið. Þórður hefur fengið þau skilaboð frá Johan Boskamp, knattspyrnustjóra Stoke City, að hann muni ekki fá tækifæri í liðinu í vetur. Þórður er á heimleið og fékkst staðfest í herbúðum ÍA að þeir eru mjög vongóðir um að hann gangi til liðs við sitt gamla félag. Þórður flytur til Íslands um áramót en hann hefur ekki leikið með ÍA síðan 1993.Þá eiga Skagamenn einnig í viðræðum við Gunnlaug Jónsson, fyrirliða liðsins, um að hann skrifi undir nýjan samning. Bregðist það bíða fleiri lið í startholunum, þ.á.m. Valur og KR.