Innlent

Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina

Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Tilgangurinn með samráðsdeginum er að koma skilaboðum til keppenda í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni sem fram fer vegna Vatnsmýrarinnar. Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps um Vatnsmýrina, segir að verið sé að reyna að gera þetta á einfaldan og skemmtilegan hátt, en þó með aðstoð sérfræðinga sem eru á svæðinu. Á sýningunni geta gestir kynnt sér fjölmarga hluti sem snúa að Vatnsmýrarsvæðinu. Til dæmis væri hægt að koma fimm stórum hverfum fyrir á Vatnsmýrarsvæðinu. Spurður hvort tekið verði mark á þessum hugmyndum borgaranna segir Dagur að hugmyndunum verði safnað fyrir samkeppnina, og reynslan sýni að ef eitthvað sé dýrmætt fyrir keppendur þá sé það næm tilfinning fyrir því sem fólkið sem búi á svæðinu vilji.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×