Innlent

Ungar konur spenna beltin rangt

Lögreglan í Keflavík hefur orðið vör við ranga notkun bílbelta meðal ökumanna og er algengast að beltið sé ekki látið liggja yfir öxl heldur sett undir vinstri handarkrika. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru það í flestum tilfelli ungar stúlkur sem nota beltin með þessum hætti og bera því við að beltin meiði eða angri viðkomandi. Umferðarstofa varar við notkun af þessu tagi þar sem hún eykur líkur á rifbeinsbroti og háls- eða höfuðmeiðslum. Aftur á móti virðist almenn notkun bílbelta hafa aukist um níu prósent árið 2004 miðað við árið áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík. Árið 2003 reyndust um 77 prósent ökumanna í þéttbýli nota bílbelti en 86 prósent í fyrra. Á hverju ári hafa að meðaltali fjórir til sex manns látist í slysum sem eru rakin til þess að ökumenn notuðu ekki bílbelti, sem er um fjórðungur þeirra sem látast í umferðinni árlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×