Hollendingar skutu England á HM
Hollendingar gerðu Englendingum stóran greiða í dag þegar þeir lögðu Tékka 2-0 á útivelli, en sigur Hollendinga þýðir að enska liðið er öruggt með sæti á HM, hvort sem það endar í fyrsta eða öðru sæti riðils síns. Það voru þeir Rafael van der Vaart og Barry Opdam sem skoruðu mörk hollenska liðsins, en þeir tryggðu sér sömuleiðis sigurinn í riðli sínum með því að leggja Tékkana.