Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni 11. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira