Benitez ræðir við leikmenn sína 14. október 2005 00:01 Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Rafael Benitez tók sér tíma til að ræða við framherja sína Djibril Cissé og Peter Crouch þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum með liðum sínum og þótti rétt að fá nokkra hluti á hreint áður en lengra er haldið. Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst. "Leikmenn verða bara að vera tilbúnir þegar kallið kemur og ég hef ekkert út á leik hans að setja til þessa. Hann verður hinsvegar að bera virðingu fyrir liðinu og félögum sínum og ég sagði honum bara að halda áfram að skora mörk, þá væri ég sáttur. Það eina sem skiptir mig máli er að vinna leiki," sagði Benitez, sem einnig ræddi við Peter Crouch til að ganga úr skugga um að hann væri í góðum anda eftir að stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í vikunni. "Ég spurði Peter hvort hann væri ekki enn með gott sjálfstraust og hann ansaði því játandi. Mér er alveg sama þó fólki finnist hann ekki góður leikmaður, því svo fremi sem aðdáendur Liverpool eru sáttir við hann, er mér sama. Þeir sem sjá ekki hve góður hann er, hafa hinsvegar ekki mikið vit á knattspyrnu, því ég veit að allir atvinnumennirnir í deildinni sjá það vel," sagði Benitez og benti á að hinn hávaxni Crouch legði upp mikið af mörkum, þó hann hefði vissulega ekki skorað þau mörg upp á síðkastið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira