Sport

Liðsandinn lykillinn að sigri

Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í Formúlu 1, segir að liðsandinn hafi verið lykillinn að tvöföldum sigri Renault í ár, en liðið fagnaði sem kunnugt er sigri í bæði keppni ökumanna og bílasmiða á nýafstöðnu keppnistímabili. "Þetta var sigur liðsheildarinnar," sagði Briatore í samtali við BBC í dag. "Allir í liðinu, frá Fernando Alonso til síðasta bifvélavirkja, stóðu sig frábærlega í ár. Allir lögðu sig vel fram og ég samgleðst fyrst og fremst starfsfólkinu hjá liðinu, ég er ekki að hugsa um minn þátt í velgengninni," sagði Briatore, sem áður hafði unnið titil bílasmiða með Benetton-liðinu árið 1995. "Við unnum titilinn eftir aðeins fjögur ár og það hefur engum tekist áður. Það er frábært afrek."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×