Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling 24. október 2005 19:48 Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira