Innlent

Skuldabréfa útgáfa erlendis í íslenskum krónum nálgast þolmörk

MYND/Vísir

Útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis er komin nálægt þolmörkum íslenska hagkerfisins að sögn Tryggvs Þórs Herbertsson, forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Útgáfan er nú komin í eitt hundrað milljarða króna eða sem nemur einum þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins.

Í morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka í morgun sagði frá því að einn erlendur banki til viðbótar hafi tilkynnt útgáfu í skuldabréfum í íslenskum krónum. Það var aðeins í ágúst mánuði á þessu ári sem útgáfa hófst á skuldabréfum erlendis í íslenskum krónum. Þessi aukna útgáfa hefur aukið peniningamagn í umferð á Íslandi og gefur fyrirtækjum tækifæri til að skipta skuldum sínum út fyrir erlenda mynt.

Tryggvi segir þó útgáfunni að sjálfsögðu einhver takmörk sett. Íslenska hagkerfið ráði ekki við nema vist miklar upphæðir í svona útgáfu. Hann telur að við séum að verða komin að þeim þolmörkum. Tryggvi segir það ákveðið vandmál að öll bréfin séu innleysanleg á saman tíma eða eftir eitt til tvö ár. Það gæti gerst að gengi krónunnar muni veikjast mjög en hann telur ekki líkur á að gengið hrapi í kjölfarið en vissulega skapi þetta hagstjórnarleg vandmál.

Tryggvi segir skuldabréfaútgáfuna sýna að erlendir fjárfestar hafi trú á því að gengisstefna og það efnahagskerfi sem Íslendingar búi við, verði áfram sterkt á næstu einu til tveimur árunum. Um sé að ræða fjárfesta í langtímafjárfestingum en ekki spákaupmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×