Coppell styður Ívar 29. október 2005 13:14 MYND/Getty Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira