Tottenham og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Robert Pires jafnaði metin á 77. mínútu fyrir Arsenal sem lék án Thierry Henry vegna meiðsla en Ledley King hafði komið heimamönnum yfir á 17. mínútu. Tottenham er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig eftir jafnteflið en Arsenal í 6. sæti með 17 stig.
Wigan er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eftir að liðið vann sinn 5. sigur í röð í deildinni fyrr í dag með naumum 1-0 sigri á Fulham þar sem Pascal Chimbonda skoraði sigurmarkið í viðbótartíma. Heiðar Helguson sat allan tímann á varamannabekk Fulham.
