Innlent

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar

MYND/Valgarður

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið hefur fyrirtækið staðfest lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og segir að horfur um lánshæfismat séu stöðugar.

Sérfræðingur matsfyrirtækisins segir að lánshæfiseinkunn Íslands byggist á stöðugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem heldur aftur af frekari hækkun lánshæfiseinkunnarinnar sé mikil erlend fjármögnunarþörf og miklar erlendar skuldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×