Sport

Dunleavy samdi við Golden State

Framherjinn ungi Mike Dunleavy hjá Golden State Warriors, framlengdi í gær samning sinn við félagið um fimm ár og fær fyrir það um 44 milljónir dollara. Dunleavy var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2002 og fetaði með samningnum í fótspor Tayshaun Prince sem undirritaði svipaðan samning við Detroit skömmu áður.

Dunleavy skoraði að meðaltali 13,6 stig og hirti 5,5 fráköst í leik á síðasta tímabili og bætti hittni sína í langskotum til muna, en hann náði sér vel á strik undir stjórn Mike Montgomery þjálfara þegar hann tók við liðinu á sínum tíma.

Faðir Dunleavy, Mike Dunleavy eldri, er aðalþjálfari Los Angeles Clippers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×