Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum 2. nóvember 2005 13:00 TJ Ford keyrir inn í teiginn hjá Philadelphia í nótt, en Chris Webber er til varnar NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira