Innlent

554 milljónir í hagnað

554 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir tekjuskatt fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við 367 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 

Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 673 milljónum fyrstu níu mánuði ársins en var 448 milljónir í fyrra.

Handbært fé frá rekstri án fjármagnsliða nam tæpum 1,9 milljörðum króna.

Rekstrartekjur Og fjarskipta námu 10,8 milljörðum fyrstu níu mánuði ársins samanborið við rétt rúma fimm milljarða á sama tímabili 2004. Rekstrartekjur jukust því um 115 prósent milli ára.

Framlegð samstæðunnar var 4,2 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins 2005 og jókst hún um tæpa tvo milljarða á milli ára.

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var rúmlega tveir milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins. Sama tala var tæplega 1,4 milljarðar fyrstu níu mánuðina í fyrra, og er aukningin 67 prósent milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×