Innlent

Betri útkoma hjá ríkissjóði en áætlað var

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins liggur fyrir. Breyting á handbæru fé frá rekstri er jákvæð um 14,6 milljarða króna á tímabilinu.

Það er rúmlega 42 milljörðum betri útkoma en áætlað var. Útkoman er 25 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra.

Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um tæpa sextíu milljarða króna miðað við rúma tvo milljarða neikvæða stöðu í fyrra.

Fjármunahreyfingar eru jákvæðar um rúma 45 milljarða. Þar munar mestu um 66 milljarða króna sölu Landssímans en á móti vegur að 32  milljarðar af söluandvirðinu eru ávaxtaðir hjá Seðlabanka Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×